ragnar_forsida_banner
Bætum borgina

REYKJAVÍK BORGIN OKKAR

Tækifærin liggja í framtíðinni

Barnafjölskyldur Skólamál

Ég vil berjast fyrir því að gera borgina að enn fjölskylduvænni borg en hún er í dag. Við þurfum að vinna að leiðum til að bæta alla þjónustu við barnafjölskyldur. Sú þjónusta sem er í boði frá því að barnið fæðist og þangað til að kemur að fyrsta skólastiginu sem er leikskólinn. Hvort sem að leikskólinn verði í stakk búinn til að taka á móti börnunum þegar að fæðingarorlofi líkur eða hvort börnin fái aðra þjónustu sem foreldrar kjósa áður en kemur að fyrsta skólastigi. Ég mun leggja mig fram við að bæta þessa fyrstu þjónustu fyrir foreldra og vil huga að því að foreldrarnir hafi val á þjónustu eftir því sem þau kjósa.

Í okkar samfélagi er hraðinn mikill og aukning hefur orðið á því sem um er að vera í lífi barnana. Vil ég vinna að því að samþætta þá þjónustu og fá mismunandi aðila sem vinna með börnum í aukið samstarf. Til að börn geti stundað sínar tómstundir og fengið sem mest út úr deginum. Er gott að huga að því hvernig ólíkar tómstundir geta unnið saman, búa til brú sem hjálpar börnum að fara á milli tómstundastarfa innan hverfis og vinna að því að samvinna sé höfð að leiðarljósi frekar en að hver og einn sé að gera það í sínu horni. Undanfarin ár hefur þessi samvinna aukist og vil ég koma að því að þróa hana ennþá frekar. Liður í því gæti verið að niðurgreiða eða bjóða upp á almenningssamgöngur fyrir yngstu kynslóðina.

Forvarnir Jaðarhópar

Mér eru forvarnir mjög hugleiknar og vil vinna að aukinni samþættingu og vinnu aðila sem koma að starfi með börnum. Að sama skapi þurfum við að koma til móts við börnin í grunnskóla og miða að þörfum hvers og eins. Hlúa að þeim einstaklingum sem finna sig ekki innan skólakerfis og finna farveg þar sem börnin geta upplifað besta umhverfið til að þroskast og dafna. Á þann hátt getum við unnið að markvissu forvarnarstarfi til að styðja við jaðarhópa á sem jákvæðastan hátt. Með því að hlúa að börnunum, í góðu samfélagi og virkum forvörnum búum við til betri borg. Jaðarhópar eru útsettir fyrir því að falla hvergi inn í og sú þjónusta sem er í boði og virkar fyrir suma en er ekki að virka fyrir alla. Því þurfum við að vera í stakk búinn til að vinna með hverjum og einum og reyna að minnka “gráa svæðið”. Það er stór hópur sem fara á milli úrræða þar sem þau passa ekki inn í þau úrræði í borginni sem eru í boði. Við þurfum að passa upp á að allir fái úrræði við hæfi og vinna að aukinni samvinnu og samþættingu á þeirri þjónustu svo að jaðarhópar falli ekki inn á milli. Eitt af mikilvægustu verkefnum næsta kjörtímabils verður að koma á fót úrræðum fyrir jaðarsetta hópa. Hvort sem það varðar geðheilbrigði, heimilislausa eða jaðarsetta unglinga sem passa hvergi inn í réttu boxin til þess að fá þá þjónustu sem þessir einstaklingar þurfa á að halda.

Úthverfi Íbúalýðræði og almenningssamgöngur

Ég vil að úthverfin hafi meiri rödd inn í ráðhúsið! Ég er búsettur í Grafarbogi ásamt því að hafa verið formaður í hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals frá 2016. Því vil ég berjast fyrir því að úthverfin hafi sterkari rödd innan borgarstjórnar og hafi meira um allt sem viðkemur þeirra hverfum að segja. Virkja þarf betur hverfisráðin og gefa þeim aukið vægi til þess að taka á málum er varða hverfið. Líka vil ég að aukið sé við vægi og rödd þeirra sem búa í hverfinu með aukinni þáttöku að ákvarðanatöku. Það er hægt með því að koma málum í íbúakosningu og virkja þannig íbúalíðræðið í hverju hverfi fyrir sig. Þannig náum við betur að hlusta og fara að vilja íbúa hverfanna og stuðla að meiri þáttöku í nærsamfélaginu. Mikilvægt er líka að efla almenningssamgöngur milli hverfa og að almenningssamgöngur séu í boði fyrir öll hverfi. Í hverfum sem eru skilgreint sem eitt og með sömu nærþjóstu verða að vera samgöngur þar á milli svo að íbúi hverfisins geti sótt sér þá nærþjónustu sem tilheyri þeirra hverfi.

REYKJAVÍKURBORG

TÖLULEGAR UPPLÝSINGAR


Tölulegar upplýsingar er varða okkar góðu borg sem fengnar voru af vef Hagstofu Íslands. Fjöldi barna í leik- og grunnskóla miðast við desember 2016, en fjöldi íbúa miðast við janúar 2017.
0
Leikskólabörn
0
Grunnskólabörn
0
Borgarbúar
0
Íbúar í úthverfum

FJÖLSKYLDUR.
FORVARNIR.
ÚTHVERFI.

Hver er ég?

Ragnar Karl Jóhannsson


Ég er uppeldis- og tómstundafræðingur. Ég hef unnið í meira en áratug með börnum og unglingum, bæði í uppeldis-, félags- og meðferðarstarfi og nú síðustu ár hef ég verið forstöðumaður á frístundaheimilum. Ég er uppalinn og nú búsettur í Grafarvogi, er kvæntur Sigurlaugu H. S. Traustadóttur félagsráðgjafa og saman eigum við Hrafnhildi Ásdísi 6 ára og Júlíus Kára 3 ára.
EINHVERJAR SPURNINGAR EÐA VANGAVELTUR?

HAFÐU ÞÁ SAMBAND


Ef það er eitthvað sem þér liggur á hjarta eða vilt komast í samband við mig, þá ekki hika við að hafa samband og ég mun svara þér!

SENDA PÓST