Verndum Geldinganesið

Í dag er Geldinganesið skipulagt sem þróunarsvæði, þó að öll strandlínan, frá Blikastaðakró umhverfis Geldinganesið sé undir hverfisvend. Fyrir mörgum árum var aðeins hægt að komast út á Geldinganesið yfir náttúrulegt malarrif á fjöru, en árið 1999 var gerð upphækkun vegna fyrirhugaðs grjótnáms á nesinu og gerður ökuslóði yfir fyrir vörubíla. Í dag er þessi […]

Sjálfbær hverfi og framtíð úthverfanna

Málefni úthverfanna hafa töluvert verið til umræðu í kosningabaráttunni. Þessi umræða er þó stundum á ákveðnum villigötum. Í grein frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins hér á Vísi um helgina „Stöndum vörð um úthverfin“ er talið upp það sem miður hafi farið í Grafarvoginum á síðustu árum og gerir úr því skóna að það sé núverandi borgarstjórn að kenna. Í rauninni […]

Framtíð frístundaheimilanna í Reykjavík

Þorsteinn V. Einarsson og Ragnar Karl Jóhannsson skrifa. Við viljum fjármagna og setja í forgang aðgerðir úr skýrslu starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila. Forgangsröðum í þágu barna og fjölskyldna. Þó frístundaheimilin séu orðin óaðskiljanlegur hluti af skólastarfi og daglegu lífi reykvískra barna hefur mannekla sett svip sinn á þessa starfsemi eins og ýmsa aðra þjónustu […]

Er of mikið af hraðahindrunum í Reykjavík?

Hraðakstur í íbúðagötum er eitt af þeim atriðum sem fólk hefur mestar áhyggjur af. Sumt fólk keyri óeðlilega hratt í hverfum, sem skapar bæði hávaða og slysahættu. Til að hafa hemil á umferðarhraða hafa íbúar krafist þess að komið verði upp hraðahindrunum á ýmsum stöðum innan hverfa. Gott dæmi er Grafarvogur, frá því að hverfið […]

Útivistarsvæði og útsýni eða ný úthverfi?

Eitt af því besta við Grafarvoginn er nálægðin við náttúruna. Það er nálægðin við náttúruna sem er ein af helstu ástæðum þess að margir hafa flutt í Grafarvoginn. Fjallasýnin, fjaran og útsýnið. Útsýnið í Grafarvoginum er einstakt. Í sunnanverðum Grafarvoginum er hægt að sjá gróðursælt hverfi með fallegt útsýni yfir voginn og útsýnið út á […]

Borgarlína ein og sér er ekki málið!

Eitt af stóru átakamálunum í þessum kosningum er borgarlínan. En meðan sumir frambjóðendur hafa efasemdir um borgarlínuna virðast allir sammála um að það þurfi að efla almenningssamgöngur. Ég held að það sé augljóst að við þurfum á borgarlínu að halda til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það er sérstaklega hagsmunamál okkar sem búum austan Elliðaráa. […]

Borgin þarf að gera meira til að draga úr plastmengun, en ábyrgðin er líka okkar

Plastmengun í drykkjarvatni og hafinu umhverfis Ísland hefur verið mikið til umræðu undanfarið. Sem betur fer er vandamálið hér á landi minna en víða annarstaðar. Magn örplasts í drykkjarvatni borgarbúa er t.d. aðeins brotabrot af því sem gerist í öðrum löndum. En hver einasta ögn er einni ögn of mikið, og plastruslið er ekki bara […]

Þjónusta við börn og barnafjölskyldur!

Undanfarin ár hefur þjónusta við barnafjölskyldur breyst svo um munar. Krafan í nútímasamfélagi gerir það að verkum að báðir foreldrar þurfa að vinna langa vinnudaga og því þurfa þeir á aukinni þjónustu að halda varðandi börnin sín. Í þessum aðstæðum er oft erfitt að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið […]

EINHVERJAR SPURNINGAR EÐA VANGAVELTUR?

HAFÐU ÞÁ SAMBAND


Ef það er eitthvað sem þér liggur á hjarta eða vilt komast í samband við mig, þá ekki hika við að hafa samband og ég mun svara þér!

SENDA PÓST