RAGNAR KARL JÓHANNSSON

RÖDD ÚTHVERFA

Tækifærin liggja í framtíðinni
Vinstri græn í Reykjavík
01

Barnafjölskyldur Skólamál

Fjölskylduvænni borg

Við þurfum að bæta þjónustu við barnafjölskyldur. Ungir foreldrar standa frammi fyrir úrræðaleysi þegar fæðingarorlofi lýkur. Borgin þarf að tryggja þjónustu hvort sem það séu ungbarnaleikskólar eða annað form daggæslu ungbarna.

Samþætting tómstundastarfs

Í hröðu samfélagi er mikið að gera í lífi barna. Með auknu samstarfi ólíkra tómstundastarfa geta börn fengið meira úr deginum. Ég vil búa til brú milli skóla- og tómstundastarfs innan hverfis m.a. með ríkara samtali milli aðila og niðurgreiðslu á almenningssamgöngum til barna.

Forvarnir Jaðarhópar

Víðtækt forvarnarstarf

Forvarnir eru mikilvægar í okkar samfélagi. Mikilvægt er á grunnskólastigi að mæta þörfum einstaklinga og hlúa að þeim sem finna sig ekki innan skólakerfisins. Finnum farveg og umhverfi fyrir börn til að þroskast og dafna.

Verjum jaðarhópa

Einstaklingar í jaðarhópum eiga oft erfitt með að finna sig í samfélaginu. Styrkjum innviðina og minnkum “gráa svæðið”. Stór hópur fer á milli úrræða borgarinnar þar sem þau passa ekki inní kerfið. Geðheilbrigði, heimilislausir einstaklingar og jaðarsettir unglingar eru allt verkefni næsta kjörtímabils.

Íbúalýðræði og almenningssamgöngur

Eflum hverfisráðin og íbúakosningu

Efla þarf starf hverfisráða og gefa þeim aukið vægi til þess að taka á málum er varða sín hverfi. Hlustum á vilja íbúa og stuðlum að íbúalýðræði og aukinni þátttöku í nærsamfélaginu með íbúakosningu um málefnin sem skipta máli.

Almenningssamgöngur

Mikilvægt er líka að efla almenningssamgöngur milli hverfa og að almenningssamgöngur séu í boði fyrir öll hverfi. Í hverfum sem eru skilgreint sem eitt og með sömu nærþjónustu verða að vera samgöngur þar á milli svo að íbúar hverfisins geti sótt sér þá þjónustu.

Greinar sem ég hef birt

REYKJAVÍKURBORG

TÖLULEGAR UPPLÝSINGAR


Tölulegar upplýsingar er varða okkar góðu borg sem fengnar voru af vef Hagstofu Íslands. Fjöldi barna í leik- og grunnskóla miðast við desember 2016, en fjöldi íbúa miðast við janúar 2017. Leik- og grunnskólabörn eru 17,5% borgarbúa og íbúar úthverfa eru 47,2% borgarbúa.
0
Leikskólabörn
0
Grunnskólabörn
0
Borgarbúar
0
Íbúar í úthverfum

FJÖLSKYLDUR
FORVARNIR
ÚTHVERFI

Hver er ég?

Ragnar Karl Jóhannsson


Ég er uppeldis- og tómstundafræðingur. Ég hef unnið í meira en áratug með börnum og unglingum, bæði í uppeldis-, félags- og meðferðarstarfi og nú síðustu ár hef ég verið forstöðumaður á frístundaheimilum. Ég er uppalinn og nú búsettur í Grafarvogi, er kvæntur Sigurlaugu H. S. Traustadóttur félagsráðgjafa og saman eigum við Hrafnhildi Ásdísi 6 ára og Júlíus Kára 3 ára.

Ég hef verið formaður í hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals frá 2016. Úthverfin þurfa sterkari rödd innan borgarstjórnar. Málefni úthverfanna eru rædd án þess að eiga fulltrúa. Ég gef kost á mér sem rödd úthverfanna í ráðhúsinu.

EINHVERJAR SPURNINGAR EÐA VANGAVELTUR?

HAFÐU ÞÁ SAMBAND


Ef það er eitthvað sem þér liggur á hjarta eða vilt komast í samband við mig, þá ekki hika við að hafa samband og ég mun svara þér!

SENDA PÓST